Laxdæla saga

77 málga merkir hin máluga, málglaða (hún hefur þótt tala mikið) vasklegur merkir hraustlegur, sterklegur 23. Kjartan fer vestur í Saurbæ Um páska veturinn eftir reið Kjartan heiman og fylgdi honum Án hinn svarti. Þeir koma í Sælingsdalstungu og biður Kjartan Þórarin að ríða með sér vestur í Saurbæ. Þar bjuggu menn sem skulduðu Kjartani fé og ætlaði Kjartan að láta það ganga upp í verð jarðarinnar. Meðan Kjartan var í Tungu kom þangað kona sem átti heima á Laugum og var kölluð Þórhalla málga. Hún spyr Kjartan hvert hann ætli en hann sagðist ætla vestur til Saurbæjar. Hún spyr: „Hverja skaltu leið ríða?“ Kjartan svarar: „Ég mun ríða vestur Sælingsdal en Svínadal til baka.“ Hún spyr hversu lengi hann muni vera. Kjartan sagði líklegast að hann mundi ríða heim vestan á fimmtudaginn. Þórhalla bað hann þá að reka erindi sitt vestur í Saurbæ og sækja fyrir sig vaðmál sem bóndinn í Hvítadal hefði lofað sér. Kjartan hét því. Þórhalla málga kom heim til Lauga um kvöldið og sagðist hafa hitt Kjartan Ólafsson í Tungu. Synir Ósvífurs spurðu hvað hún vissi um ferðir Kjartans. Hún sagði þeim allt sem hún vissi og bætti við að aldrei hefði sér sýnst Kjartan eins vasklegur og nú. Og enn mælti Þórhalla: „Auðfundið þótti mér það að Kjartani þótti ekki eins gaman að hjala um neitt og um landkaup þeirra Þórarins.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=