Laxdæla saga

76 Kjartan mælti: „Ekki kalla ég það landkaup er eigi er vottum bundið. Gerðu nú annað hvort, að handsala mér strax landið með sömu kostum og þú hefur ásáttur orðið við aðra, eða búðu sjálfur á landi þínu ella.“ Þórarinn kaus að selja Kjartani landið. Voru nú þegar vottar að þessu kaupi. Þetta spurðist um alla Breiðafjarðardali og strax um kvöldið fréttist það til Lauga. Guðrún sagði við Bolla að Kjartan gerði honum með þessu tvo kosti, enn harðari en hann gerði Þórarni. Annað hvort yrði hann að flytja úr héraðinu með litlum sóma eða vera djarfari við Kjartan en áður. Bolli svaraði engu og gekk þegar í burtu. Rifjið upp: 1. Þórarinn í Sælingsdalstungu vildi selja jörðina. Hvers vegna? 2. Bolli vildi kaupa jörðina. Á hverju strandaði það? 3. Hver keypti svo jörðina og hvers vegna? 4. Hvað sagði Guðrún þegar hún frétti af jarðarkaupunum? Til umræðu: • Ræðið nú ummæli Ólafs páa Höskuldssonar sem fram koma í 12. kafla um heimsóknir Kjartans til Lauga. Spádómar þeir sem sagt er frá í sögunni koma yfirleitt fram. Hvað finnst ykkur um það? Kannist þið við það að fólk spái um ókomna atburði? Trúið þið slíkum spádómum? • Hvaða spádómar aðrir hafa komið fram í sögunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=