Laxdæla saga

54 Snemma morguninn eftir gekk konungur til kirkju og mætti þá Kjartani. Kjartan heilsaði konungi og sagðist eiga erindi við hann. Konungur sagðist hafa frétt hvað hann vildi. Voru þeir Kjartan síðan skírðir til kristni og allir skipverjar þeirra. Þá gerðist Kjartan hirðmaður konungs og voru þeir Bolli hjá honum um veturinn. Rifjið upp: 1. Hvað sagði Ólafur konungur þegar hann vissi hver Kjartan var og hvað hann hafði haft í huga? 2. Íslendingar fóru til kirkju í Niðarósi. Hvaða afleiðingar hafði sú kirkjuferð? Til umræðu: • Í kaflanum segir: „Skal eigi pynta ykkur til kristni að sinni ...“ Hvað finnst ykkur um þetta? • Hvað er það helst sem verður til þess að Kjartani snýst hugur og hann tekur kristna trú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=