Laxdæla saga

13 3. Melkorka Þegar Höskuldur kom heim með ambáttina tók Jórunn kona hans vel á móti honum en spurði hvaða kona það væri sem hann hefði í för með sér. Höskuldur svaraði: „Svo mun þér þykja sem ég svari þér skætingi. Ég veit eigi nafn hennar.“ Jórunn sagðist hafa frétt að þau hefðu talað saman fleira en það að hann spyrði hana að nafni. Höskuldur sagði konu sinni allan sannleikann og sagðist vilja að kona þessi byggi þar hjá þeim á Höskuldsstöðum. „Eigi mun ég deila við frillu þína,“ sagði Jórunn, „og allra síst ef hún er bæði dauf og mállaus.“ Höskuldur svaf hjá konu sinni hverja nótt, eftir að hann kom heim, en skipti sér lítið af ambáttinni. En allir sáu að hún var enginn afglapi. Um veturinn eignaðist ambáttin sveinbarn, stórt og fallegt. Höskuldur var kallaður þangað og spurður hvað drengurinn ætti að heita. Höskuldur sagði að hann ætti að heita Ólafur, því að Ólafur feilan, móðurbróðir hans í Hvammi, hafði andast litlu áður. Um sumarið sagði Jórunn við bónda sinn að annað hvort yrði frilla hans að taka upp vinnu eins og annað fólk eða fara í burtu af bænum. Höskuldur bað ambáttina þá að ganga að vinnu og gæta sveinsins um leið. Ólafur Höskuldsson var bráðþroska. Tveggja vetra gamall var hann altalandi og hljóp um eins og fjögurra vetra börn. Morgun einn í góðu veðri og sólskini gekk Höskuldur út og svipaðist um í kringum bæinn. Þá heyrði hann mannamál. Hann gekk niður frilla merkir hjákona, ástkona kvænts manns dauf merkir heyrnarlaus afglapi þýðir það sama og bjálfi eða glópur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=