Laxdæla saga

12 Rifjið upp: 1. Höskuldur Dala-Kollsson bjó á Höskuldsstöðum. Hvernig var hann skyldur Unni djúpúðgu? 2. Höskuldur sigldi til Noregs. Hvert var erindið? 3. Hvað var það sem Höskuldur keypti af Gilla hinum gerska? 4. Hvernig má sjá í þessum kafla dæmi um þrítölu sem er algeng í Íslendingasögum? Til umræðu: • Höskuldur fór til Noregs að kaupa sér við í nýjan bæ. Hvaða hluti þurftu Íslendingar til forna að sækja til annarra landa? Hefur það breyst? Hvað þurfum við að flytja inn nú á tímum? • Konurnar sem Gilli hafði í tjaldinu voru til sölu eins og hver annar búpeningur. Ræðið þetta. Getur verið að slík verslun tíðkist enn? • „…höfðu menn orð á að henni færu vel góð klæði,“ segir í textanum. Hvað er verið að segja um konuna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=