Laxdæla saga

14 fyrir túnbrekkuna þar sem rann lítill lækur. Sá hann þá að þar voru Ólafur sonur hans og ambáttin, móðir Ólafs. Þá heyrði Höskuldur að hún var ekki mállaus því að hún talaði margt við sveininn. Höskuldur gengur að þeim og spyr hana að nafni, segir að nú geti hún ekki lengur dulið hver hún sé. Hún segir að það sé satt og setjast þau niður í túnbrekkuna. Síðan mælti hún: „Ef þú vilt nafn mitt vita, þá heiti ég Melkorka.“ Höskuldur bað hana að segja lengra ætt sína. Hún svarar: „Mýrkjartan heitir faðir minn. Hann er konungur á Írlandi. Ég var þaðan hertekin fimmtán vetra gömul.“ Höskuldur segir að hún hafi þagað helst til lengi yfir svo góðri ætt. Síðan gekk Höskuldur inn og sagði konu sinni hvað hann hefði frétt. Jórunn sagðist ekki vita hvað væri satt í því sem ambáttin hefði sagt. Ekki varð Jórunn betri við Melkorku eftir þetta en Höskuldur kom heldur betur fram við hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=