Laxdæla saga

11 leitað máls við hana og hef ég aldrei fengið orð af henni. Er það að vísu mín ætlan að þessi kona kunni eigi að mæla.“ Þá segir Höskuldur: „Lát fram reisluna og sjáum hvað vegur sjóður sá er ég hef hér.“ Gilli gerir það og reynist silfrið vega þrjár merkur. Þá segir Höskuldur: „Svo hefur nú til tekist að þetta mun vera kaup okkar. Tak þú fé þetta til þín en ég mun taka við konu þessari.“ Síðan fór Höskuldur með konuna heim í tjald sitt og er sagt að þau hafi sofið saman um nóttina. Morguninn eftir sagði Höskuldur við konuna að ekki sæist ríkidæmi Gilla á klæðunum sem hann hefði fengið henni: „Er það og satt að honum var meiri raun að klæða tólf en mér eina.“ Svo opnaði hann kistu og tók þar upp góð kvenföt og rétti henni. Hún fór í fötin og höfðu menn orð á að henni færu vel góð klæði. Síðan fór Höskuldur aftur til Noregs, hlóð skip sitt af timbri og sigldi því til Íslands. Er það að vísu mín ætlan merkir: Ég er viss um það ...; að vísu merkti áður vissulega eigi merkir ekki reisla er sérstök tegund af vog, langt skaft með lóði á öðrum enda en við hinn endann er skál fyrir það sem átti að vega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=