Laxdæla saga

111 Við vatnið hittu þeir stóran og þrekinn mann með hatt á höfði. Þorkell spurði hver hann væri en hann svaraði því sem honum sýndist. Þorkell segir: „Þú munt segja eigi satt; ertu líkari Gunnari Þiðrandabana. Og ef þú ert svo mikil kempa sem aðrir segja, þá muntu eigi vilja leyna nafni þínu.“ Gunnar viðurkenndi hver hann væri og spurði hvað Þorkell hefði hugað sér. Þorkell sagði að hann kæmist brátt að því og bað menn sína handtaka Gunnar. Guðrún sat inni í skála. Þegar hún varð þessa vör gekk hún ofan af brúðarbekknum og bað menn sína að veita Gunnari lið. Leit nú út fyrir að menn Þorkels og Guðrúnar berðust í stað þess að sitja saman brúðkaupsveislu. Þá gekk Snorri goði í milli manna og bað Þorkel að láta undan. „Máttu sjá hversu mikill skörungur Guðrún er, ef hún ber okkur báða ráðum.“ Þorkell sagðist hafa heitið vini sínum að drepa Gunnar Þiðrandabana ef hann kæmi þangað vestur. Snorri sagði að hann ætti miklu meira undir því að fara að vilja Guðrúnar, „því að þú færð aldrei slíkrar konu sem Guðrún er, þótt þú leitir víða.“ Þá sá Þorkell að Snorri sagði satt og sefaðist en Gunnari var fylgt burt um kvöldið. Hélt veislan svo áfram vel og skörulega. að bera e-n ráðum merkir að ráðskast með sefaðist merkir róaðist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=