Laxdæla saga

110 hugga sig heima. Þorgils reið eftir þetta heim frá Helgafelli og undi stórilla sínum hlut. Um vorið eftir fóru þeir Þorgils Hölluson og Þorsteinn svarti suður í Borgarfjörð og buðu sonum Helga Harðbeinssonar bætur fyrir víg hans. Var sæst á það mál. Á Alþingi um sumarið var Þorgils veginn og átti Snorri goði hlut að því að ráða honum bana. Sama sumar kom Þorkell Eyjólfsson á skipi sínu í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þegar Snorri goði spurði komu hans reið hann til skips. Hann sagði Þorkatli hvað hefði borið til tíðinda meðan hann var í burtu og taldi nú ráð að hann hætti siglingum og gengi í hjónaband, eins og þeir hefðu talað um. Þorkell sagðist vera boðinn og búinn til þess og riðu þeir nú saman til Helgafells með hálfan þriðja tug manna. Þegar þeir höfðu verið þar eina nótt kallaði Snorri Guðrúnu til tals við sig og sagði það vera erindi Þorkels að biðja hennar. Guðrún svaraði að synir hennar mundu ráða mestu um þetta. Þá lét Snorri kalla á þá og leist þeim vel á að móðir þeirra giftist Þorkatli. Var ákveðið að brúðkaup þeirra skyldi vera á Helgafelli um sumarið. Guðrún bjó nú mikla veislu og bauð hundrað manns. Þeir Snorri og Þorkell komu á tilsettum tíma með sextíu menn til veislunnar. Guðrún hafði tekið við manni sem Gunnar hét og var kallaður Gunnar Þiðrandabani, því að hann hafði orðið sekur fyrir að vega mann sem Þiðrandi hét. Var leynt nafni Gunnars. Fyrsta kvöld veislunnar fóru menn Þorkels út að þvo sér. spurði merkir hér frétti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=