Laxdæla saga

109 32. Fjórða hjónaband Guðrúnar Þorgils Hölluson reið með sonum Guðrúnar til Helgafells. Þeir komu þangað seint um kvöld, svo að allir menn voru komnir í rekkjur. Guðrún reis upp og bað menn standa upp og bera þeim mat. Hún gekk í stofu til Þorgils og settist hjá honum. Þorgils sagði henni frá vígi Helga. Lét hún vel yfir og bað þá hafa þökk fyrir. Eftir það var þeim borinn matur og er menn voru mettir gengu þeir að sofa. Um daginn eftir gengur Þorgils til tals við Guðrúnu, sagðist nú hafa gert bón hennar og minnti hana á hverju hún hefði heitið honum í staðinn. Guðrún sagðist ekki hafa gleymt því. „Eða hvað minnir þig hversu mælt var með okkur?“ Þorgils sagði að hún mundi muna það. Guðrún svarar: „Það hygg ég að ég héti þér því að giftast engum manni samlendum öðrum en þér, eða viltu nokkuð mæla í móti þessu?“ Þorgils kvað hana rétt muna. Guðrún sagði að það væri gott ef þau minnti eins um þetta mál. En hún þættist hafa efnt loforð sitt við hann þó að hún giftist Þorkatli Eyjólfssyni, því að hann væri ekki hér á landi. Þorgils roðnaði við og sagðist þekkja að þetta væru ráð Snorra goða. Sprettur hann upp og var hinn reiðasti, gengur til förunauta sinna og vill ríða burt. Þorleiki líkaði illa að skiljast þannig við Þorgils en Bolli féllst á það sem móðir hans vildi. Guðrún sagðist skyldu gefa Þorgilsi góðar gjafir til að blíðka hann. Þorleikur sagði að það mundi ekki duga, Þorgils væri of skapstór til að taka við gjöfum af henni. Guðrún sagði að hann yrði þá að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=