Laxdæla saga

108 gera Harðbeini skaða, sagði að hér skyldi enginn maður vinna klækisverk. Þeir Þorgils riðu síðan í brott yfir til Reykjardals og lýstu þar vígum þessum. Svo riðu þeir vestur í Dali sömu leið og þeir höfðu komið. Rifjið upp: 1. Hvað var það sem Helgi Harðbeinsson undraðist mest þegar smalamaðurinn lýsti fyrir honum hverjir væru á leiðinni til að ráðast á hann? 2. Hvar var Helgi þegar aðförin var gerð að honum? 3. Til hvaða bragðs gripu árásarmennirnir til þess að komast að Helga? 4. Hver drap Helga? Hvaða vopn notaði hann? 5. Hvernig manneskja ætli Bolli Bollason sé? Taktu dæmi máli þínu til stuðnings. Til umræðu: • Hvernig væri nú að rekja hefndarsöguna frá upphafi. Hver byrjaði fjandskapinn og hver var atburðarásin eftir það fram að því að Helgi Harðbeinsson fellur. Verkefni: 1. Lýsing smalamanns Helga Harðbeinssonar á mönnunum sem hann sá við selið er ein af perlum Íslendingasagnanna. Ræðið nú hvort þið treystið ykkur til að lýsa einhverjum af bekkjarsystkinum ykkar svo vel að þau þekkist af lýsingunni. klækisverk merkir níðingsverk, ódrengskapur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=