Laxdæla saga

107 Húsið var nýlegt og torfið á þakinu ekki gróið saman. Þeir Þorgils taka nú það ráð að ganga á ásendana og reyna að brjóta ásinn eða lyfta honum upp, svo að þekjan hryndi niður. En tveir menn sátu um selsdyrnar. Þegar þeir lyftu báðum endum ássins brotnaði hann í miðju. Þá stökk Helgi út um dyrnar, svo djarflega að þeir hrukku undan sem þar voru fyrir. Þorgils var þar nær staddur og hjó eftir honum með sverði og kom á öxlina og var það mikill áverki. Helgi sneri þá í móti og hafði í hendi viðaröxi. Helgi mælti: „Enn skal þessi hinn gamli þora að sjá í mót vopnum.“ Hann fleygði öxinni að Þorgilsi og kom hún í fót honum og varð það mikið sár. Þegar Bolli sá það hljóp hann að Helga og hafði í hendi Fótbít og lagði í gegnum Helga. Var það banasár hans. Fylgdarmenn Helga stukku líka út úr selinu. Tveir þeirra voru felldir eftir stuttan bardaga. Einn af förunautum þeirra Þorgils vildi ráðast að Harðbeini. Bolli sá það og bað hann ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=