Laxdæla saga

101 Rifjið upp: 1. Hver á nú sverðið Fótbít og hverjir hafa verið drepnir með því þegar hér er komið sögu? 2. Guðrún hafði hugmyndir um að ná fram hefndum fyrir Bolla. Hver var helsti ráðgjafi hennar þegar hún var að skipuleggja hefndaraðgerðirnar? 3. Þorgils Hölluson vildi gjarnan taka þátt í að hefna fyrir Bolla. Hvað vildi hann fá í staðinn? 4. Hvaða ráð var notað til að blekkja Þorgils Hölluson til þess að hefna fyrir Bolla án þess að fá launin sem hann vildi? Til umræðu: • Skoðið samtal Snorra goða og Guðrúnar. Þau vega það og meta hvern eigi að drepa og verðleggja menn eftir stöðu þeirra í samfélaginu. Hvers konar samfélag er það sem þau búa í? Er þetta grimmd eða sjálfsögð viðbrögð við erfiðum uppákomum? • Athugið samtal Guðrúnar við syni sína þegar hún sýnir þeim blóðug föt föður þeirra. Þeir eru nú 12 og 16 vetra gamlir. Guðrún segir þá hugsa meira um hestavíg og leiki en hefndirnar. Hvað finnst ykkur um þetta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=