Laxdæla saga

102 30. Skorradalsför Í leið sinni komu þeir Þorgils, Þorleikur og Bolli við á leiðarþingi, sem var haldið á Leiðarhólmi í Dölum. Þar kallaði Þorgils á Þorstein svarta og bað hann að tala við sig. Hann minnti Þorstein á að hann hefði verið í aðför að Bolla og ætti eftir að bæta fyrir það við syni hans. Nú ætluðu þeir bræður að fara að Helga Harðbeinssyni til að hefna föður síns og vildu þeir að Þorsteinn væri með í þeirri för og keypti sig þannig í frið og sætt. Þorsteinn svaraði að það sæmdi sér ekki, því að Helgi væri mágur sinn. Í staðinn bauðst hann til að bæta sonum Bolla með fé. Þorgils sagðist halda að þeim bræðrum væri lítið um að taka fé fyrir föður sinn. Þorsteinn ætti um tvo kosti að velja, að fara með þeim eða sæta afarkostum. Þorsteinn spurði hvort fleirum yrðu gerðir sömu kostir. Þorgils svaraði að Lambi Þorbjarnarson mundi fá sama boð. Þorsteini fannst betra að vera ekki einn um að kaupa sér frið með þessum hætti. Eftir það kallaði Þorgils á Lamba og bauð honum það sama og Þorsteini en Þorsteinn hvatti hann að taka boðinu. Lauk svo að Lambi lofaði að fara með þeim en setti það skilyrði að frændur sínir, synir Ólafs Höskuldssonar, yrðu látnir vera í friði. Þorgils hét því. Nokkrum dögum síðar búast þeir til ferðar vestan úr Dölum og voru tíu saman. Þeir riðu suður í Borgarfjörð og komu að kvöldi dags að Vatnshorni í Skorradal, þar sem Helgi bjó. Þeir stigu af hestum sínum í skóginum, skammt frá bænum. Þorleiðarþing var þing sem haldið var heima í héraði að hausti eftir að Alþingi lauk afarkostir eru harðir kostir, hörð skilyrði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=