Laxdæla saga

99 Guðrún viðurkenndi það en sagðist þó ekki vilja að allir aðrir en Helgi fengju að sitja í friði. Snorri svarar: „Ég sé þar gott ráð til. Þeir Lambi og Þorsteinn skulu vera í ferð með sonum þínum og er þeim það maklegt friðkaup. En ef þeir vilja eigi það, þá mun ég ekki mælast undan því að þú gerir við þá það sem þér líkar.“ Guðrún spurði hvernig hann ætlaði að fá Þorstein og Lamba til að koma með í hefndarförina. Snorri sagði að það yrðu þeir að sjá um sem stýrðu förinni. Guðrún bað hann að ráðleggja sér hver yrði beðinn um að gera það. Snorri stakk upp á Þorgilsi Höllusyni. Guðrún sagðist hafa rætt það við Þorgils en hann hefði ekki gefið kost á því nema Guðrún vildi giftast honum. Snorri sagðist kunna ráð við því. Hún skyldi lofa Þorgilsi að giftast ekki öðrum manni samlendum en honum. Það mætti svo efna þannig að hún giftist Þorkatli Eyjólfssyni, því að hann væri ekki hér á landi og því ekki samlendur. Varð þetta ráð þeirra og skilja þau nú talið. Nokkrum dögum seinna kallaði Guðrún syni sína til sín í laukagarð sinn á Helgafelli. Þar hafði hún breitt út skyrtu og buxur, hvort tveggja mjög blóðugt. Guðrún sagði að þessi klæði ættu að eggja þá til föðurhefnda. Sagðist hún ekki ætla að hafa um það mörg orð, því að engin orð mundu hafa áhrif á þá ef klæði föður þeirra hefðu það ekki. Þeim bræðrum brá mjög við þetta en svöruðu að þeir hefðu hingað til verið of ungir til að leita hefnda og engan fullorðinn haft til að stýra förinni. Guðrún sagði að þeir hugsuðu meira um hestavíg og leiki en hefndirnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=