Laxdæla saga

98 29. Ráðagerð um hefnd Um sumarið, eftir að Þorkell var farinn til Noregs, sendi Guðrún mann til Snorra goða og bað hann að hitta sig á ákveðnum stað við Haukadalsá í Dölum. Þau komu þangað mjög jafnsnemma og var Bolli Bollason með Guðrúnu móður sinni. Hann var tólf vetra gamall en þroskaður eins og fullorðinn maður, bæði að afli og viti. Hann bar þá sverðið Fótbít. Þau Snorri og Guðrún tóku tal saman en Bolli og förunautar Snorra litu eftir mannaferðum um héraðið. Snorri spurði Guðrúnu hvað hefði nú gerst sem ylli því að hún sendi svo skyndilega boð eftir sér. Guðrún svaraði að sá atburður sem hún vildi tala um væri eins og spánnýr fyrir sér og þó hefði hann gerst fyrir tólf árum, því að hún vildi ræða um hefnd Bolla. Snorri spurði á hverjum hún hefði hugsað sér að hefna. Guðrún sagðist vilja að Ólafssynir slyppu ekki allir lifandi. Snorri bannaði að farið væri að þeim mönnum sem mest væru virtir í héraðinu og ættu náfrændur sem mundu hefna þeirra. „Og er allt mál að ættvíg þessi takist af,“ sagði Snorri. Þá sagði Guðrún að rétt væri að fara að Lamba Þorbjarnarsyni. Snorri taldi það að vísu maklegt en það væri of lítil hefnd fyrir Bolla og ekki hægt að jafna vígum þeirra saman. Guðrún stakk þá upp á að fara að Þorsteini svarta. Snorri sagði að Þorsteinn hefði ekki unnið á Bolla, þótt hann væri með í aðförinni að honum. En meiri ástæða væri til að fara að Helga Harðbeinssyni, sem hefði borið banaorð af Bolla. ættvíg þessi takist af merkir að þessar fjölskyldur ættu að hætta að berjast – víg merkir dráp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=