Laxdæla saga

97 Rifjið upp: 1. Guðrún eignaðist son veturinn eftir að Bolli var drepinn. Hvaða nafn fékk hann? 2. Guðrún flutti búferlum, hafði skipti á jörðum. Hver skipti við hana og hvert flutti hún? 3. Þorleikur, sonur Guðrúnar og Bolla, var langdvölum að heiman og var meðal annars að læra lög. Hjá hverjum dvaldist hann? 4. Snorri goði ræddi við einn vin sinn um að hann ætti að biðja Guðrúnar Ósvífursdóttur. Hver var það? Til umræðu: • Hvað skyldi Helgi Harðbeinsson hafa átt við þegar hann talaði um að banamaður hans byggi undir blæjuhorninu sem Guðrún vafði um sig (sjá 27. kafla)? Sjáið þið eitthvað í þessum kafla sem skýrir þessi ummæli hans?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=