Það munaði ekki miklu að
íbúatala Indlands færi yfir 1 milljarð á þjóðhátíðardegi
landsins. Þegar Indland hlaut sjálfstæði 15. ágúst 1947 voru íbúarnir
u.þ.b. 345 milljónir.
Fólksfjölgun í löndum heimsins er nú örust á Indlandi en þar fjölgar
fólki um 1,6% ár hvert. Búast má við að með sama áframhaldi verði
íbúar Indlands orðnir fleiri en íbúar Kína innan 40 ára.
Árið 1980 voru íbúar Kína 1 milljarður, nú eru þeir 1,27 milljarður.
Þar hefur dregið úr fólksfjölgun en hún er nú um 0,9% árlega.
Allur þessi fólksfjöldi verður til þess að erfitt hefur reynst að koma böndum
á fátæktina – sem einnig hefur sífellt meiri áhrif á sjálft umhverfið.
M.a. dregur úr jarðvatnsbirgðum. Vatn er ekki einungis notað til drykkjar heldur einnig til
að vökva akrana svo hægt sé að uppskera tvisvar á ári – til þess
að sjá þessum mikla mannfjölda fyrir fæðu.
Krækja: Upplýsingar
um Indland |