Upplýsingar um Indland

 

Lega Indlands: Indland er í Suður-Asíu milli Burma og Pakistans. Strendur Indlands liggja að Arabíuflóa, Indlandshafi og Bengalflóa.
Flatarmál: 3.287.590 km² alls.
Land: 2.973.190 km²
Vötn: 314.400 km²

Landamæri: 14.103 km
Landamæri Indlands liggja að eftirtöldum löndum: Bangladesh 4.053 km, Bútan 605 km, Burma 1.463 km, Kína 3.380 km, Nepal 1.690 km, Pakistan 2.912 km

Strandlengja: 7.000 km

Loftslag: Breytilegt frá hitabeltisloftslagi í suðri til heittempraðs loftslags í norðri.

Landslag: Háslétta (Deccan) í suðri, láglendi og lágar hæðir umhverfis ána Ganges, eyðimörk í vestri, Himalayafjöll í norðri.

Hæsti og lægsti staður á Indlandi: Lægst: Indlandshaf 0 m
Hæst: Kanchenjunga 8.598 m

Auðlindir í jörðu: Kol (fjórðu stærstu kolanámur í heimi), járn, mangan, maríugler, báxít, titanium, króm, jarðgas, demantar, olía, kalk.

Náttúruhamfarir: Þurrkar, flóð, ofsaleg þrumuveður, jarðskjálftar.

Til athugunar um legu Indlands: Indland gegnir lykilhlutverki í Suður-Asíu af því að landið liggur að mikilvægum siglingaleiðum um Indlandshaf.

Íbúafjöldi: 1,000,848,550 (júlí 1999).

Aldursdreifing: 0–14 ára: 35% (Karlar: 173.420.822; konur 163.433.648);
15–64 ára: 61% (Karlar 304.048.569; konur 281.625.342);
65 ára og eldri: 4% (Karlar 22.536.104; konur 21.718.686) (júlí 1997).

Fólksfjölgun: 1,689% (1999).

Fæðingartíðni: 25.39 fæðingar á hverja 1.000 íbúa (1999).

Dánartíðni: 8,5 dauðsföll á hverja 1.000 íbúa (1999).

Ungbarnadauði: 60.81 dauðsföll á hverjar 1.000 fæðingar (1999).

Lífslíkur: Þjóðin í heild: 63,37 ár.
Karlar: 62.54 ár
Konur: 64.29 ár (1999)

Frjósemi: 3,29 fæðingar á hverja konu (1997).

Þjóðernishópar: Indóevrópumenn 72%, Dravídar 25%, Mongólar og aðrir 3%

Trúarbrögð: Hindúatrúar 80%, múslimar 14%, kristinnar trúar 2,4%, sikhar 2%, búddistar 0,7%, aðrir 0,4%

Tungumál: Enska er hálfopinbert mál og helsta samskiptamálið á opinberum vettvangi, í stjórnmálum og viðskiptum. Hindi er opinbert tungumál og það mál tala 30% þjóðarinnar. Bengalska, telugu, marathi, tamilska, urdu, gujarati, malayalam, kannada, oriya, punjabi, assamese, kashmira, sindhi, sanskrit og hindústani (sem er algengt sambland hindi og urdu) eru allt opinber tungumál og töluð af fjölda fólks í norðurhéruðum Indlands. Til umhugsunar: Ein milljón manna eða fleiri tala eitthvert 24 tungumála. Auk þeirra er fjöldi annarra tungumála og ýmsar mállýskur talaðar á Indlandi. Oftast eru þessi tungumál ólík innbyrðis.

Læsi: (Þeir sem eru 15 ára og eldri eru flestir læsir og skrifandi)
52% indversku þjóðarinnar eru læs.
Karlar: 65,5%
Konur: 37,7% (1995)

Stjórnarfar: Sambandslýðveldi

Höfuðborg: Nýja-Delhi

Kosningaréttur: Yfirleitt 18 ára.

Verg þjóðarframleiðsla: Kaupmáttarstuðull – 106,47 billjónir kr. (1996).

Verg þjóðarframleiðsla – raunvöxtur: 6,5% (1996).

Verg þjóðarframleiðsla – m.v. hvern íbúa: Kaupmáttarstuðull – 108.96 kr. (1996).

Verðbólga: 10,3% (1995).

Vinnuafl: 370 milljónir manna (1995).
Skipting vinnuafls á atvinnugreinar: Landbúnaður 65% eða fleiri, þjónusta 4%, framleiðsla og byggingariðnaður 3%, samskipti og samgöngur 3%

Atvinnuleysi: Tölur liggja ekki fyrir.

Iðnaður: Textíliðnaður, efnaframleiðsla, matvöruframleiðsla, stáliðnaður, framleiðsla samgöngutækja, steypuframleiðsla, námuiðnaður, olíuframleiðsla, vélaiðnaður.

Landbúnaður: Á Indlandi eru m.a. ræktuð hrísgrjón, hveiti, matarolía, bómull, sekkjabast (júta), te, sykurreyr og kartöflur. Þar eru einnig nautgripir, villinaut, kindur, geitur og hænsnfuglar. Fiskveiðar eru einnig stundaðar og er aflinn um þrjár milljónir tonna. Indverjar eru þannig meðal tíu mestu fiskveiðiþjóða í heimi.

Útflutningur: 2077,1 milljarður króna (1995).
Útflutningsvörur: Fatnaður, gimsteinar og skartgripir, vélar, lyf, leðurvörur, bómullargarn og fataefni. Helstu viðskiptalönd Indlands eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland og Hong Kong.
Influtningur: 2077,1 milljarður króna alls (1995).

Innflutningsvörur: Olía og olíuafurðir, vélar, skartgripir, áburður, lyf. Helstu viðskiptalönd eru Bandaríkin, Þýskaland, Sádi-Arabía, Bretland, Belgía, Japan.

Skuldir við útlönd: 6667 milljarðar króna (í mars 1995)

Mynt: 1 indversk rúpía (Re) = 100 paise

Símar: 9,8 milljónir (1995).

Sjónvörp: 33 milljónir (1992).

Járnbrautir: 62.462 km alls (11.793 km eru rafmagnsjárnbrautir; 12.617 km eru gamaldags járnbrautir).

Vegir utan þéttbýlis: 2.009.600 km alls. Með bundnu slitlagi eru 1.006.810 km en malarvegir eru 1.002.790 km (1995).

Siglingaleiðir eftir ám og vötnum: 16.180 km, þar af eru 3.631 km færir stórum skipum.

Leiðslur: Olíuleiðslur 3.005 km, leiðslur fyrir olíuafurðir 2.687 km, leiðslur fyrir jarðgas 1.700 km (1995).

Hafnir: Kalkútta, Chennai (Madras), Cochin, Jawaharal Nehru, Kandla, Mumbai (Bombay), Vishakhapatnam.

Flugvellir: 290 (1996).

Herstyrkur til ráðstöfunar: Karlar á aldrinum 1549 ára: 258.172.895 (1997).

Kostnaður til hermála í krónum talinn: 544,8 milljarðar (reikningsárið 1995/1996).

Kostnaður til hermála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu: 2,7% (1995/1996).

Alþjóðlegur ágreiningur: Landamæradeilur við Bangladesh og Kína. Stríð gegn Pakistan vegna stöðu Kasmír.

Stríð gegn Pakistan vegna aðgengis að ánni Indus (stíflunni við Wular Barrage).
12. december 1996 undirrituðu Bangladesh og Indland samning um að skipta með sér vatninu úr ánni Ganges.

Ólögleg efni: Indland framleiðir mest allra landa í heimi af löglegu ópíum fyrir lyfjaiðnaðinn. Ekki er vitað hversu miklu magni af því er komið undan á alþjóðlegan eiturlyfjamarkað.
Um Indland er mikið gegnumstreymi ólöglegra eiturlyfja sem framleidd eru í nágrannalöndunum.
Ólögleg hassframleiðsla
Á Indlandi er talið að framleidd hafi verið 47 tonn af ólöglegu ópíum árið 1996.
Til baka á upphafssíðu