Óður
til Shiva
Þetta verkefni tekur mið af ljóðinu „Óður til Shiva“. Þið getið annaðhvort
valið að skrifa sögu eða búa til mynd, t.d. með blandaðri tækni. Það
er mjög gott að nokkrir vinni þetta verkefni sameiginlega.
Fyrst á að vinna ljóðaverkefnið.
–- Lesið ljóðið upphátt hvert fyrir annað.
– Lesið ljóðið hvert fyrir sig og skráið hjá ykkur lykilorð um efni þess.
– Strikið síðan undir þau orð sem þið skiljið ekki.
– Myndið hópa og notið lykilorðin til að segja hvert öðru frá fyrstu viðbrögðum
ykkar við ljóðinu.
– Spyrjið hvert annað um orðin sem þið skiljið ekki – flettið upp þeim orðum
sem enginn getur útskýrt.
– Lesið nú ljóðið saman, eina og eina ljóðlínu í senn, og komist
að sameiginlegri niðurstöðu um efni þess. Skráið minnisatriði.
Nú getið þið valið milli tveggja úrvinnsluleiða – eða blandað þeim
saman:
Skrifið söguna sem ljóðið greinir frá. Ef til vill má leggja frásögnina
í munn konunnar.
Búið til mynd, teikningu eða myndverk með blandaðri tækni þar sem efni ljóðsins
er lýst. Myndin þarf ekki að endursegja efni ljóðsins í réttri tímaröð
heldur má nota tákn og velja liti sem tjá boðskap þess og stemningu. |