Þið eigið að vinna ljóðaverkefnið eins og hér er útskýrt
hvort sem þið veljið að vinna verkefni um manninn Gandhi eða ekki:
Lesið ljóðið upphátt hvert fyrir annað.
Lesið ljóðið síðan hvert fyrir sig.
Strikið undir þær fimm ljóðlínur sem ykkur þykja fallegastar.
Strikið undir þær fimm ljóðlínur sem ykkur finnst erfiðast að skilja.
Strikið undir þær fimm ljóðlínur sem veita mikilvægar upplýsingar
um Gandhi.
Farið nú yfir ljóðið saman og útskýrið hvert fyrir öðru af
hverju þið hafið strikað undir viðkomandi ljóðlínur.
Nú getið þið
haldið áfram með því að velja aðra þeirra leiða sem hér er
lýst:
1. Lýsið Gandhi Finnið lýsingu á
lífi og viðhorfum Gandhis í alfræðibók eða öðru uppsláttarriti
eða á netinu. Lesið lýsinguna.
Lesið ljóðið nú aftur og strikið undir setningar og/eða orð sem þið
teljið mikilvæg og lýsandi þegar sagt er frá Gandhi.
Skrifið hjá ykkur þessi orð/setningar eða afritið af skjánum inn í ritvinnsluforrit.
Raðið saman á nýjan leik og búið þannig til eigið ljóð.
Hvað á ljóðið að heita?
2. Mikilvægi Gandhis nú
á tímum Gandhi barðist
gegn samfélagsskipulagi sem átti þátt
í því að viðhalda miklum ójöfnuði milli ríkra og fátækra.
Hann tók t.d. þátt í því að stofna skóla og ýmis smáfyrirtæki.
Hann talaði ekki aðeins gegn fátæktinni heldur lifði einnig lífi sínu meðal
hinna snauðu.
Finnið lýsingu á lífi og viðhorfum Gandhis í alfræðibók eða
öðru uppsláttarriti eða á netinu. Lesið lýsinguna.
Í ljósi þess sem þú veist núna um Gandhi, verk hans og viðhorf, skaltu
velja umfjöllunarefni sem þú telur áhugavert að fræðast meira um. Þú
getur valið úr tillögunum hér fyrir neðan eða fundið þér annað
efni. Þú getur líka blandað tillögunum saman:
Þú getur valið að fást við þetta efni til að fræðast meira
um mikilvægi Gandhis fyrir samtíð sína.
Þú getur valið að fást við þetta efni til að átta þig
á því hvort verk og viðhorf Gandhis séu enn í gildi og ef svo er hvernig.
Þú getur valið að fást við þetta efni og kannað hvort nú á
dögum séu einhverjir jafn þýðingarmiklir fyrir samtíð sína og Gandhi
var.