Fólksfjölgunin: Þróunin á Indlandi

Verkefni – leiðbeiningar


[Kynning]
Nú eigið þið að fást við vandamál vegna fólksfjölgunar í heiminum – einkum á Indlandi. Í þessum kafla er sjónum beint að aukinni fólksfjölgun. Skrifið niðurstöður ykkar t.d. inn í ritvinnslu. Þið getið líka búið til línurit og myndrit á pappír eða í tölvunni.
1. Dettur ykkur góð fyrirsögn í hug? Hvernig ætlið þið að taka á verkefninu?
2. Vakna hjá ykkur einhverjar spurningar sem þið viljið gjarna fá svör við?

[Heimildir]
1. Skráið hjá ykkur hvar þið ætlið að leita upplýsinga um efnið.
2. Þið skuluð venja ykkur á að skrá bókarheiti, nöfn á kvikmyndum, vefslóðir eða annað sem þið ætlið að nota við heimildaöflun – líka úr námsefninu „Umhverfis jörðina“.

[Úrvinnsla og kynning]
Það getur verið ágætt að hugleiða strax í upphafi hvernig þið ætlið að kynna verkefnið. Vel getur verið að þið skiptið um skoðun þegar verkefnið er lengra á veg komið.
1. Skráið hvað þið ætlið að gera.
2. Skráið hugmyndir um hvernig þið ætlið að kynna verkefnið fyrir öðrum.

[Aðferð]
1. Búið til línurit sem sýnir fólksfjöldaþróun á Indlandi á árunum 1950–2000. Þið getið ef til vill líka fundið tölur frá árunum fyrir 1950 í eldri heimildum.
2. Skráið einnig fólksfjölgunina á hverjum áratug.
3. Lýsið þróuninni. Ef til vill getið þið stuðst við kaflann um tímalíkan mannfjöldaþróunar í Landafræði fyrir unglinga 2. hefti, bls. 6.
4. Þið getið gert mannfjöldapíramída til að lýsa aldursdreifingunni. Annaðhvort getið þið teiknað píramídann sjálf eða tekið hann af netinu. Útskýrið ástæðu þess að þróunin er eins og þar kemur fram.
5. Útskýrið áhrif aldursdreifingarinnar á samfélagið.

[Mat]
1. Hvað hafið þið lært?
2. Hvaða þáttur verkefnisins fannst ykkur skemmtilegastur?
3. Hvernig metið þið sjálf framlag ykkar?
4. Hvernig metið þið verkefnið og skil ykkar á því?
Til baka á upphafssíðu