Leiðbeiningar – Indland
Námsefnið um Indland byggist á
þeirri hugmynd að nemendur kynni sér allt efnið og velji síðan ákveðin
viðfangsefni eða þemu.
Kennurum og nemendum er ætlað að
kanna námsefnið sameiginlega og nemendur eiga að hafa áhrif á námsferlið
og verkefnavalið.
Námsefnið má nota sem eins konar
farveg til
kennslu um Indland. Því er ekki ætlað að gefa tæmandi upplýsingar á
sama hátt og kennslubók um Indland myndi gera. Á forsíðunni eru kynntir eftirtaldir
efnisþættir:
- Sögur
- Upplýsingar um Indland
- Verkefni
Sögur
Í sögunum er vakin athygli á ýmsum
þáttum sem einkenna indverskt nútímasamfélag. Hugmyndin er að nemendur lifi
sig inn í aðstæður eins og þær eru á Indlandi nú á tímum
Upplýsingar um Indland
Í þessum kafla er sagt frá ýmsu
sem vitað er um landið og þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar um land og þjóð.
Verkefni
Hugmyndir um skipulag kennslunnar og verkefni.
Heimildir
Ætlast er til að leitað sé til ýmissa heimilda, svo sem bóka og alfræðirita,
að upplýsingar séu sóttar á Netið og auðvitað á heimasíðu
JyllandsPosten þar sem finna má krækju til leiðangursins JP-Könnuður.
Verkefnin má nota á ýmsa vegu:
- Prentaðu verkefnið – lestu það
– og notaðu það til stuðnings við úrvinnsluna.
- Afritaðu textann inn í ritvinnsluforrit
og notaðu hann þar.
Góð hugmynd getur verið að
láta nemendur vinna í leiðarbækur til að skrá hjá sér minnisatriði
um undirbúning, markmið og úrvinnslu verkefnanna auk þess sem þar má skrá
upplýsingar og meta kennsluferlið –
og það á auðvitað við um hvaða kennsluferli sem er!
Góða skemmtun ...
/ritstjórn og höfundar
|