Fólksfjölgunin: Þróunin í heiminum

Verkefni leiðbeiningar


[Kynning]
Nú eigið þið að fást við vandamál vegna fólksfjölgunar í heiminum – einkum á Indlandi. Þið eigið að afla ykkur upplýsinga um þróun fólksfjölgunar í heiminum. Skrifið niðurstöður ykkar t.d. inn í ritvinnslu. Þið getið líka búið til línurit og myndrit á pappír eða í tölvunni.
1. Dettur ykkur góð fyrirsögn í hug? Hvernig ætlið þið að taka á verkefninu?
2. Vakna hjá ykkur einhverjar spurningar sem þið viljið gjarna fá svör við?

[Heimildir]
1. Skráið hjá ykkur hvar þið ætlið að leita upplýsinga um efnið.
2. Þið skuluð venja ykkur á að skrá bókarheiti, nöfn á kvikmyndum, vefslóðir eða annað sem þið ætlið að nota við heimildaöflun – líka úr námsefninu „Umhverfis jörðina“.

[Úrvinnsla og kynning]
Það getur verið ágætt að hugleiða strax í upphafi hvernig þið ætlið að kynna verkefnið. Vel getur verið að þið skiptið um skoðun þegar verkefnið er lengra á veg komið.
1. Skráið hvað þið ætlið að gera.
2. Skráið hugmyndir um hvernig þið ætlið að kynna verkefnið fyrir öðrum.

[Aðferð]
1. Teiknið línurit sem sýnir fólksfjöldaþróun í heiminum.
2. Skrifið skýringar við línuritið.
3. Teiknið myndrit sem sýna mismun á þróun fólksfjölda í iðnríkjum og þróunarlöndum.
4. Útskýrið hvers vegna fólki fjölgar svo mjög í heiminum þótt stöðugt dragi úr fólksfjölgun nærri alls staðar.
5. Finnið upplýsingar um flatarmál og íbúafjölda nokkurra landa. Búið til myndrit sem sýnir þéttleika byggðar í hverju landi um sig.

[Mat]
1. Hvað hafið þið lært?
2. Hvaða þáttur verkefnisins fannst ykkur skemmtilegastur?
3. Hvernig metið þið sjálf framlag ykkar?
4. Hvernig metið þið verkefnið og skil ykkar á því?
Til baka á upphafssíðu