Vinna barna
Í samþykktum Sameinuðu þjóðanna segir að það sé bannað að láta ung börn vinna. Það gerir m.a. að verkum að í Danmörku mega börn undir 13 ára aldri ekki bera út blöð. Reglur Sameinuðu þjóðanna hafa verið gerðar að lögum í Ekvador. Þess vegna brjóta börn eins og Tatiana lögin daglega.
„Sameinuðu þjóðirnar taka alls ekkert tillit til samfélags Indíána,“ segir Carlos Viteri Gualinga. „Indíánabörn læra allt af foreldrum sínum. Ef börnin taka ekki þátt í daglegum verkum hrynur samfélagið,“ segir Carlos Viteri Gualinga.



Carlos Viteri Gualinga vinnur nú að því að fá Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Ekvador til að breyta lagaákvæðum um vinnu barna.
Carlos Viteri hefur mikil áhrif í Ekvador, svo að vera kann að lögunum verði breytt og indíánabörnin fái að vinna.