Bananauppskera
Í dag vinnur Tatiana við að skera upp banana. Hundurinn fór með út á akurinn.
Þegar Tatiana er orðin þreytt á öllum þessum banönum leikur hún sér
við hundinn. Svo þarf að flytja bananana heim. Leiðin frá ökrunum og heim er farin
á báti.
Það er erfitt að stjaka bátnum á móti straumi. Stundum hjálpar Yacu
þeim. Hann getur útvegað eldsneyti á bátsvélina og þá er leikur
einn að sigla heim með uppskeruna.