Yacu - strákur úr þorpinu

Yacu - strákur úr þorpinu

Yacu og Carlos eru frændur. Nafn hans merkir vatn eða á. Yacu er 17 ára gamall. Hann er í 10. bekk í þorpsskólanum í Sarayaca. Hann er einn af allra duglegustu nemendunum í skólanum og gæti alveg haldið áfram í skólanum í borginni ef hann vildi. En Yacu vill vera áfram í þorpinu sínu og vinna að hagsæld þeirra sem þar búa.

Yacu í flatbytnu

Yacu dreymir um að verða skipstjóri á fljótabát. Þá ætlar hann að selja leirker og grænmeti á markaðstorgum í nágrannalandinu Perú.