Skjaldbaka og heilsteiktur api



Steiktur api er sérstakt lostæti. Þessi api var drepinn með blástursröri og eiturör.

Örin er úr bambus, og henni var dýft í curare, en það er jurtaeitur.
Apinn liggur ofan á skjaldböku sem er mjög góð í súpu.
Fyrst er skorið innan úr skildi skjaldbökunnar, og þannig ná menn fótum, höfði og flestum innyflum. Þetta er steikt. Enn er þó matur eftir í skildinum og hann er soðinn þannig að hellt er vatni ofan í skjöldinn og hann notaður eins og einnota pottur.