Curare
Um miðja 20. öldina var curare mikilvægasta útflutningsvaran frá Amasonsvæðinu. Curare var m.a. notað í skordýraeitur og önnur eiturefni. Curare hvarf af markaðnum þegar DDT var fundið upp, en síðar hefur komið í ljós að DDT er svo hættulegt að það efni er nú bannað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. En í þriðja heiminum, t.d. á Amasonsvæðinu, er DDT enn notað. Indíánar nota það efni þó sjaldan því að þeir vilja heldur nota náttúruleg efni, eins og curare, sem líka er miklu ódýrara.