Nótt hjá blóðsuguleðurblökum



Nóttin er eins og langir tónleikar. Froskar og skordýr keppast við að syngja. Loftið titrar af næturflugum og blóðsuguleðurblökum.
Blóðsuguleðurblakan lifir á blóði. Hún hefur hvassar tennur og heggur í einhverja tána eða í hársvörðinn. Um leið sprautar hún efni í sárið sem gerir að verkum að blóðið storknar ekki. Leðurblakan flögrar burt um stund og kemur aftur þegar blóðið fer að streyma. Þá sest hún að og sýpur sig sadda. Þegar blóðsugu-leðurblaka hefur bragðað blóð ákveðins einstaklings, kemur hún aftur nokkrum nóttum síðar.