Gátlisti fyrir frumskógarferðina
Mýflugnanet til þess að verjast skordýrabiti og allskyns kvikindum, t.d. fuglakóngulóm
og blóðsugu-leðurblökum.
Mýflugnakrem. Þær tegundir sem hér eru leyfðar gagna ekkert í frumskóginum.
Kremið skaltu því kaupa þegar þú kemur til Suður-Ameríku. En þetta
eru sterk efni sem geta leyst upp gerviefni, t.d. í fötum og tækjum.
Sólarolía, vörn 20 að minnsta kosti. Það þarf að komast hjá
beinni sólargeislun eins og frekast er unnt.
Fötin eiga að vera úr þunnum efnum og ekki þröng. Gallabuxur eru allt of
heitar og þorna seint í rökum hitanum í frumskóginum.
Innkaupapokar úr stórverslunum. Sokkarnir fara í einn pokann, bolir í annan,
nærföt í einn o.s.frv. Það er mikilvægt að halda fötunum þurrum
eftir því sem hægt er. Það rignir oft og mikið. Auk þess má búast
við að maður rennblotni í bátsferðum.
Derhúfa til að verjast sólskininu.
Vasaljós. Það verður aldimmt um klukkan 18:30 við miðbaug.
Hnífur.
Öxi til að höggva í sundur jurtaflækjur. Hana má kaupa í einhverju
þorpinu í frumskógarjaðrinum.
Önglar og lína. Fyrst þarf að veiða einn fisk og nota orm í beitu. Fiskurinn
er slægður og notaður sem beita fyrir stærri fiska.
Lyf. Um þau skaltu leita upplýsinga hjá læknum. Alltaf þarf bólusetningu
gegn gulu og lifrarbólgu og auk þess er yfirleitt ráðlagt að taka malaríutöflur
áður en farið er inn í frumskóginn.