Svarta gullið

Nú á tímum eru olíufélögin alvarlegasta ógnin við vesturhluta Amasonsvæðisins og Indíánana þar. Leitað er að olíu á nánast hverjum einasta ferkílómetra frumskógarins í Ekvador, Perú og Bólivíu. Víða eru olíufélögin að bora eftir olíunni.

Frumskógurinn í noðurhluta Ekvador var eyðilagður fyrir 25 árum. Stór landsvæði urðu að auðn vegna þess að ár, vötn og mýrlendi urðu fyrir olíumengun. Cofan-indíánar hafa, ásamt nýbúum á þessu svæði, hafið málsókn gegn bandaríska olíufélaginu Texaco. Indíánarnir krefjast margra hundraða milljóna í skaðabætur af því að það var Texaco sem boraði eftir olíu í frumskóginum.