Sonia Viteri Gualinga og A.P. Møller

Sonia Viteri Gualinga

Í byrjun 9. áratugarins ætlaði danska fyrirtækið A.P. Møller að láta bora eftir olíu í frumskógum Amasonsvæðisins í Ekvador. En Indíánastúlkan Sonia Viteri Gualinga fór til Danmerkur til þess að reyna að tala um fyrir stjórnendum fyrirtækisins. Hún vildi fá þá til að hætta við að bora eftir olíu í frumskóginum og koma þannig í veg fyrir mengun. Danska ríkissjónvarpið lét búa til dagskrá um fyrirtækið og frumskógarævintýrið. Tveim vikum áður en dagskráin var send út í sjónvarpinu hætti fyrirtækið við framkvæmdir í frumskóginum.