Ósnortinn skógur
Ósnortinn frumskógur er eitt af því sem við tengjum við Amasonsvæðið. Það er sama hvert er flogið eða farið um á báti, það er alltaf eins og maður sé fyrsti maðurinn sem stígur inn í ósnortinn frumskóginn. En það er alveg sama hversu langt farið er inn í skóginn, fullvíst er að þar hafa menn áður komið.
Í rauninni er það svo að sú aðferð indíána að svíða jörðina hefur á mörg þúsund árum breytt gróðursamfélögum í frumskóginum. Svæði sem fyrir fáum árum voru talin ósnortinn frumskógur er nú skilgreind sem ræktaður skógur. Indíánar hafa í mörg þúsund ár ræktað akra sína og þannig breytt gróðursamsetningunni.