Skiptiræktun
Í mörg þúsund ár hafa menn kunnað að hlífa landinu með því að skipta um akurlendi.
Meginmarkmiðið er að rækta land sem ekki er sérlega frjósamt en ofnýta það ekki.
Í upphafi þurrkatímans er rutt svolítið regnskógarsvæði. Stuttu seinna eru brennd þau tré sem felld hafa verið.
Þegar rignir er öskunni stráð á akrana. Í öskunni eru mikilvæg steinefni. Að einu til þremur árum liðnum er hætt að yrkja akurinn en nýtt svæði rutt. Á 15 - 20 árum vex skógur aftur á hinu yfirgefna akurlendi og enginn varanlegur skaði er skeður.
Krækja í Upplýsingar: Regnskógurinn - viðkvæmt lífríki.