Gullna landið

Alveg frá því Spánverjar fundu meginland Ameríku hefur menn dreymt um auðlegð og æsandi viðburði á Amasonsvæðinu (sjá Amasonskjaldmeyjarnar) . Fyrst leituðu Spánverjar að gulli og kryddjurtum. Þeir bjuggu til goðsögnina um geysistórt, ríkt land þar sem fólk óð í gulli. Þetta fyrirheitna land hét Eldorado, en það er spánska heitið á gullna landinu. Þar var geysistórt stöðuvatn sem í mörg hundruð ár var teiknað inn á kort af ókönnuðum, grænum svæðum.