Regntími og samgöngur
Hjólreiðar á regntímanum.
Þegar rignir flýtur yfir alla vegi. Oft er aðeins hægt að komast áfram á
flatbytnu eftir götunum í sveitaþorpinu Trinidad.
Úrkoma í Bólivíu er afar mismunandi eftir svæðum. Hér er krækja
sem tengd er veðurfréttum frá nokkrum stöðvum:
http://www.weather.com/intl/countries_index/Bolivia.html
Hvernig getur þú notað þessar upplýsingar til að fá yfirsýn yfir veður og úrkomu?
Þessar upplýsingar geta líka komið að gagni: http://www.dmi.dk/nyt/index.html Þar er fjallað um El Nino og El Nina.
Þegar fjallað er um loftslag þarf að skoða langt tímabil, oft 30 ár. Loftslaginu er lýst með meðaltalstölum um úrkomu, hitastig, vindstyrk, sólskinsstundir o.fl.
Þegar talað er um veður á ákveðnum stað er veðrinu lýst eins og það er það augnablik sem um er rætt, hvernig það var fyrir nokkrum dögum eða hvernig það verður næstu daga.
Þú getur stundað veðurathuganir með því að nota vind-, hitastigs- og úrkomumæla. Svo getur þú borið saman við DMI mælingarnar! Hvaða munur er á þínum mælingum og DMI mælingunum? Af hverju er munur?