Fíkniefni í Danmörku
Heróín og amfetamín eru efst á listanum yfir hættuleg fíkniefni sem Danir nota - og misnota.
Hins vegar er misnotkun kókaíns http://area51.upsu.plym.ac.uk/~harl/cocaine.html ekki mjög mikil.
Fíkniefnanotkun http://www.videnscentret.dk/udvikling.html leiðir oft til afbrota. En fólk sem notar kókaín þarf yfirleitt ekki að stunda afbrot til þess að afla sér fjár til kaupa á efninu. Þetta fólk er oft kallað „fínu fíklarnir“.
Árið 1996 lagði danska lögreglan hald á samtals 32 kíló af kókaíni í Danmörku. Árið 1995 fann lögreglan 110 kíló. Þar ríður baggamuninn að stóran farm af kókaíni rak á land við vesturströnd Jótlands. Á árunum 1992-94 var lagt hald á milli 11 og 30 kíló árlega.
Lögreglan álítur að lagt sé hald á u.þ.b. 10 % allra fíkniefna
sem reynt er að smygla til Danmerkur. En gagnrýnendur segja að umfang smyglsins sé miklu
meira en lögreglan vill vera láta. Gagnrýnendur telja, að valdamiklir menn sem standa á
bak við smyglið, séu aldrei fangelsaðir. Það er aðeins örsjaldan sem tekist
hefur að ná stórum förmum af smygli. Fyrir nokkrum árum náði hollenska
lögreglan t.d. 2.650 kílóum af kókaíni í einu, en þá var gerður
upptækur gámur með frosnum ávöxtum.
(Heimild: Danska ríkislögreglan)
Gerðu þér í hugarlund að danska lögreglan hafi náð 2.650 kílóum
af kókaíni í einu. Hvaða áhrif hefði það á útreikning
lögreglunnar á því magni sem smyglað er?