CIA og kókaínið
Bandaríkin standa straum af kostnaði við baráttuna gegn fíkniefnum í Bólivíu
Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er sökuð um að bera ábyrgð á
kókaínsmygli í tonnatali. Smyglið átti sér
stað á 8. áratugnum. Þá átti leyniþjónustan í stríði
við vinstri stjórnina í Nicaragua.
Í yfirheyrslu í bandaríska þinginu hefur sannast að stór hluti stríðsrekstrarins var greiddur með peningum sem fengust fyrir viðskipti með kókaín.
Ekki hefur verið sannað að leyniþjónustan hafi átt beina aðild að smyglinu. En hluti af stjórnkerfi Bandaríkjanna, einkum leyniþjónustan CIA, hefur í mörgum tilvikum haldið hlífiskildi yfir fíkniefnasmyglurum, þannig að þeir gætu óhindrað sótt kókaín til Suður-Ameríku og skipt á fíkniefnum og vopnum í Bandaríkjunum. Flogið var með vopnin til Mið-Ameríku, en þar notuðu hryðjuverkamenn þau. Þessir hryðjuverkamenn í Nicaragua voru kallaðir kontraskæruliðar.
Breska dagblaðið The Independent skrifar um CIA og kókaínið: "Með því að opna leið fyrir vopnaviðskipti við kontraskæruliðana opnuðu Bandaríkin fíkniefnunum leið inn í Bandaríkin. Heimildarmaður blaðsins er fyrrverandi yfirmaður í CIA.
Í október árið 1996 sagði bandaríski lögfræðingurinn Jack A. Blum þinginu að stjórn Bandaríkjanna hefði á 8. áratugnum haldið hlífiskildi yfir fíkniefnaframleiðendum til þess að geta haldið úti stríðsrekstri gegn stjórn Nicaragua. Lögfræðingurinn hefur árum saman rannsakað tengslin milli kontraskæruliðanna, kókaínsins og CIA. Hann var síðastur í langri röð lögfræðinga og stjórnmálamanna til að svipta hulunni af tengslum leyniþjónustunnar og kókaínsins. Jack A. Blum hefur átt í ýmsum erfiðleikum við opinbera rannsókn sína á þessu gífurlega smygli. Erfiðleikarnir eiga rót sína að rekja til þess að hátt settir embættismenn stjórnarinnar setja rannsókninni skorður. Vitnum er haldið leyndum, skjöl eyðilögð og opinberum starfsmönnum bannað að tala við nefndirnar sem eiga að rannsaka lögbrotin.
Leyniþjónustan CIA gerir allt sem í hennar valdi stendur til að hindra að þáttur hennar í þessu máli komi fram í dagsljósið. Engum yfirmanna CIA hefur verið refsað. Uppljóstranir af þessu tagi koma sjaldan fyrir sjónir almennings. En sögurnar sem sagðar eru sýna tengsl milli baráttu kókabændanna og fíkniefnalögrunnar.