Stéttarfélag kókabænda
Mótmælaaðgerðir kókabænda.
Kókabændurnir hafa stofnað með sér stéttarfélag. Þegar fíkniefnalögreglan
ætlar að ryðja akra bændanna hefja þeir mótmælaaðgerðir. Þeir
loka vegum og kasta grjóti þegar lögreglan byrjar að skjóta.
Foringi kókabændanna heitir Evo Morales. Hann segir að fíkniefnalögreglan eigi ekki að vera að skipta sér af bændunum:
„Við erum engir glæpamenn. Glæpamenn smygla og búa til kókaín. Við erum fátækir bændur sem seljum bara kókablöðin okkar. Kóka er heilög lækningajurt sem við viljum fá að rækta í friði. Við getum ekkert að því gert að aðrir búa til kókaín,“ segir leiðtogi kókabændanna Evo Morales.