Bardagi í frumskóginum



Táragasský stíga upp milli trjánna og blandast morgunþokunni yfir frumskógi Bólivíu. Skothvellir frá fíkniefnalögreglunni og hernum trufla sunnudagstónleika páfagaukanna.

Fíkniefnalögreglan ætlar inn í frumskóginn til þess að ryðja kóka-akra bændanna. Bændurnir veita mótspyrnu með því að kasta grjóti, beita spjótum og sprengja dínamít. En þeir ráða ekki við sjálfvirk amerísk vopn fíkniefnalögreglunnar. Margir bændur falla fyrir gúmmíkúlum sem dynja á þeim eins og hamarshögg. Í og með notar lögreglan venjulegar byssukúlur. Allnokkrir bændur deyja.

Caballero herforingi, fíkniefnalögreglan
Caballero herforingi með fulla fötu af kókaíni.

Caballero herforingi stjórnar fíkniefnalögreglunni í þeim héruðum þar sem kókaræktun í Bólivíu er mest. Samkvæmt útskýringum hans er það bændunum sjálfum að kenna að lögreglan beitir skotvopnum á þá:
"Það getur vel verið að þeir séu fátækir, en það er ólöglegt að rækta kóka. Bændurnir vita vel hvar kókaín er búið til. En þeir vilja aldrei segja okkur neitt. Við verðum að láta hart mæta hörðu þegar ryðja á kóka-akra bændanna".




Selur lögreglan kókaín ?
Caballero herforingi vill ekki ræða tengsl fíkniefnalögreglunnar við eiturlyfjasmyglara. Yfirmaður Caballeros var rekinn þegar í ljós kom að fíkniefnalögreglan var sjálf flækt í smyglmál og sendi flugvél sem hlaðin var 4100 kílóum af hreinu kókaíni til Bandaríkjanna.

Kókaín-verksmiðja