Coca Cola ákvæðið
Smelltu á kortið til að stækka
það.
Í Bólivíu leyfa lögin að kóka sé ræktað á 12000 hekturum
til hefðbundinnar neyslu.
Bólivíumenn nota kóka í sjampó, krem og ýmsa aðra vöru.
Bændurnir vilja gjarna sjálfir flytja út sjampóið, sápuna og jurtateið sem þeir framleiða. En Sameinuðu þjóðirnar standa í vegi fyrir því. Vísindamenn og stjórnmálamenn víða um heim reyna árlega að fá Sameinuðu þjóðirnar til að leyfa löglegan útflutning á framleiðsluvörum bændanna úr kókajurtinni. En eina fyrirtækið sem hefur skipulagt kókaútflutning er gosdrykkjarisinn Coca Cola.
Coca Cola-fyrirtækið nýtir sérstaka undanþágu í lögum Sameinuðu
þjóðanna. Þetta lagaákvæði gengur undir nafninu „Coca Cola ákvæðið.“