Kókaín í Coca Cola
Í hvert sinn sem þú færð þér kók finnur þú bragð af kókablöðum. Kóka er nefnilega eitt af efnunum í leyniuppskriftinni að þykkninu sem notað er í Coca Cola . Í kóka eru allt að 12 mismunandi alkóhóltegundir og kókaín er ein þeirra. En kókaín er ólöglegt og þess vegna er það fjarlægt áður en þykknið er búið til. Kókaínið sem kemur úr verksmiðjum Coca Cola er nýtt við lyfjaframleiðslu. Sem dæmi má nefna að kókaín er notað til deyfingar við augnaðgerðir.
Þegar Coca Cola kom fyrst á markaðinn árið 1886 var drykkurinn seldur sem hressingardrykkur. Þá var kókaín hluti blöndunnar, enda var það löglegt á þeim tíma og margir notuðu það.
Sálfræðingurinn frægi, Sigmund Freud, var afskaplega hrifinn af kókaíni. Hann skrifaði bók um það hvernig hann notaði þetta efni. En þegar fram liðu stundir áttaði Freud sig á því að kókaín er vanabindandi. Og þegar einn vina hans dó eftir að hafa fengið sér kókaínsprautu, uppgötvaði Freud hve hættulegt efnið getur verið. Freud skipti um skoðun og talaði og skrifaði gegn kókaínnotkun eftir það.
Hætt var að nota kókaín í Coca Cola árið 1903, en önnur virk
efni úr kókablöðunum eru ennþá í þessum brúna drykk.