Kókaínverksmiðjan

Kókaínverksmiðja.

Djúpt inni í frumskóginum hefur fíkniefnalögreglan fundið litla, frumstæða kókaínverksmiðju.

Nóttina áður en lögreglan kemur hafa nokkrir ungir menn staðið og stappað niðri í stóru plastfati. Fatið er fullt af kókablöðum og efnablöndum. Þegar búið er að stappa blöðin vel niður er kalk sett út í. Vökvinn er síaður frá og eftir verður svokallað kókamauk. Fyrirhugað var að smygla maukinu í hátækniverksmiðju þar sem ætlunin var að búa til úr því kókaín.

En að þessu sinni skýtur fíkniefnalögreglan glæpamönnunum ref fyrir rass. Þeir leggja hald á kókamaukið. Mennirnir sem unnu í verksmiðjunni hafa falið sig. Áður en lögreglan heldur leit sinni að glæpamönnunum áfram er verksmiðjan brennd til kaldra kola.