Breytingar á loftslagi í Bólivíu - aðsteðjandi vandi

Á frönsku rannsóknarstöðinni ORSTROM er þetta talinn liður í breytingum sem ná vítt um heim.

Hitastigið á Chacaltaya hækkar um nokkrar gráður á hverju ári. Þegar við bætist að minna rignir, bráðnar jökullinn. Margra annarra jökla í Andersfjöllum bíða sömu örlög. ORSTROM telur aðalástæðuna vera göt í ósónlaginu og þar með hærra hitastig á jörðinni.

Ef þú vilt vita meira um óson getur þú flett upp á kaflanum um Suðurskautslandið í efninu Umhverfis jörðina!

Skíðamenn þurfa að hafa hraðan á ef þeir ætla ekki að missa af því að renna sér niður hæstu skíðabraut í heimi. Manuel Aramayo reiknar með því að innan fimm - eða í mesta lagi tíu - ára verði skíðabrautin alveg ónothæf.

Fyrir fjórum árum náði snjórinn alveg upp að kofa skíðaklúbbsins. Nú þurfa skíðamennirnir að ganga mörg hundruð metra yfir urð og grjót til að komast á skíðabrautina.