Gróðurhúsaáhrifin

Við vitum að loftslag hefur breyst í tímans rás. Þessar breytingar hafa bæði orðið á löngum tíma í jarðsögunni og líka á styttri tímabilum.
Þetta er m.a. vitað vegna rannsókna á borkjörnum úr ísbreiðunni. Lestu um Loftslagsbreytingar.

Á síðastliðnum 100 árum hefur orkunotkun aukist mjög alls staðar í heiminum, en þó sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu.
Sjálfur hitinn sem myndast er ekki aðalatriði, heldur losnar við brennsluna mikið magn af koldíoxíð (CO2) og öðrum lofttegundum.

Við brennum miklu af kolum og olíu sem myndaðist fyrir mörgum milljónum ára.Við það leysist úr læðingi CO2, sem hefur verið innilokað í iðrum jarðar. Þess vegna vex koldíoxíð í andrúmsloftinu.

Þegar tré og hálmur, sem endurnýjast á skömmum tíma, er notað sem brenni hefur það ekki áhrif á koltvísýringsmagnið í andrúmsloftinu. Af hverju ekki?

CO2 í andrúmsloftinu hindrar að hluti þess varma sem jörðin hefur fengið frá sólu fari aftur út í geiminn. Þess vegna hækkar hitastigið.
Gler í gróðurhúsum hindrar líka að hluti þess varma sem kom inn í gróðurhúsið með sólskininu hverfi út. Þaðan er hugtakið „gróðurhúsaáhrif“ komið.
Margar fleiri lofttegundir verka eins og „gróðurhúsaloft“.

Lestu meira um þetta: http://www.dr.dk/klima/artikler/index1.htm

Á skólasafninu finnur þú eflaust bækur sem veita þér frekari upplýsingar um gróðurhúsaáhrifin og afleiðingar þeirra. Þú getur líka komist að því hvað gert er til að minnka hættuna á því að gróðurhúsaáhrif aukist enn frekar.