Á þessari síðu: Búskmenn - Hottentottar - Bantúar - Khoisan-málið - Búar
Sjá einnig: Maðurinn í eyðimörkinni
Búskmenn
Frumbyggjar Suður-Afríku sem nú búa í jaðri Kalaharí-eyðimerkurinnar
og í norðvesturhluta Höfðalands. Búskmenn eru smávaxnir, verða að meðaltali
u.þ.b. 150 cm á hæð. Hörund þeirra er ljósgulbrúnt og hárið
hrokkið. Þeir tala eigið mál sem tilheyrir Khoisan-málstofni (sjá hér
að neðan). Búskmenn eru safnarar og veiðimenn á eyðimörkum og gresjum. Búskmenn
hafa þróaða hæfileika til að rekja spor og gerir það þeim kleift að
veiða þau fáu dýr sem þarna eru og rekja slóðir þeirra langar leiðir.
Búskmenn verða fyrir æ meiri áhrifum af þjónustunni við ferðamenn.
Sennilega búa um 10.000 Búskmenn á þessu svæði.
Búskmenn tilheyra San-þjóðflokknum.
Hottentottar
Sjálfir kalla Hottentottar sig Khoikhoin, það þýðir fólk. Þeir tilheyra
líka San-þjóðflokknum, en eru heldur hávaxnari en Búskmennirnir og
hafa þar að auki snarhrokkið hár sem vinst upp í brúska. Hottentottar eru líka
gulbrúnir á hörund.
Nú eru Hottentottar aðallega hirðingjar eða þeir vinna á búgörðum
hvítu kvikfjárbændanna.
Mál Hottentottanna tilheyrir líka Khoisan-málstofni. Heitið Hotentottar tengist ekkert
hárinu heldur þýðir „sá sem stamar“. Það voru Búar (Hollendingar)
sem fannst smellihljóðin í málinu líkjast stami.
Khoisan-málið
Tungumál þetta einkennist af smellihljóðum. Bæði San-þjóðflokkurinn
og Khoisan-þjóðflokkurinn tala þetta mál.
Búar
Hollenska Austur-Asíu félagið stofnaði Höfðanýlenduna árið 1652.
Hollendingarnir sem þangað fluttu stunduðu annars vegar verslun, hins vegar landbúnað.
Bændurnir, sem smám saman helguðu sér land til norðurs, stofnuðu kvikfjárbú
og ræktuðu korn. Þeir kölluðu sig Búa. Búarnir hafa enn mikil áhrif
í stórum hluta landbúnaðarhéraðanna í Suður-Afríku.