Umhverfis jörðina JP-Explorer Islam – forsíða |
Islam Leiðbeiningar |
Tillögur um verklag Námsefni þetta má nota á margvíslegan hátt. Því er skipt í eftirtaldar einingar:
Námsefnið er byggt þannig upp að hægt er að fjalla um kafla þess í hvaða röð sem er, áhugi og forvitni nemenda og kennara eiga að stjórna ferðinni. Í þessum leiðbeiningum er notast við sömu kaflaröðun og fram kemur hér fyrir ofan. Þegar undirbúningi og upplýsingaöflun er lokið er mælt með því að sett sé fram vinnuáætlun fyrir einstaka nemendur/nemendahópa. Sjálfsagt er að nota einnig ýmsar aðrar heimildir, bækur, kvikmyndir, sjónvarpsútsendingar, dagblöð, vefslóðir o.fl. Einnig er bent á heimasíðu JyllandsPosten en þar má finna krækju til leiðangursins JP-Explorer
Einnig geta sögurnar komið að gagni til að vekja umræður nemenda um reynslu sína og viðhorf til efnisins. Sögurnar geta hjálpað nemendum að lifa sig inn í þær aðstæður sem lýst er. Upplýsingar Upplýsingarnar geta líka lagt grunn að rannsóknarvinnu þar sem nemendur kynna sér ýmsar staðreyndir um efnið áður en þeir velja viðfangsefni og verklag. Verkefni Sum verkefnanna geta einstakir nemendur unnið sjálfstætt en önnur gera ráð fyrir hópvinnu. Ef hópvinnuformið er valið gefst nemendum góður kostur á að ræða efnið og meta vinnu sína, en það er mikilvægur liður í námsferlinu.
Myndasafn Krækjur |
|
www.VerdenRundt.dk Copyright © 1999 by www.skolemedia.dk |