Umhverfis jörðina
JP-ExplorerIslam forsíða
Islam
Leiðbeiningar

Tillögur um verklag

Námsefni þetta má nota á margvíslegan hátt. Því er skipt í eftirtaldar einingar:

  • Sögur
  • Upplýsingar
  • Verkefni
  • Úrvinnsla

  • Myndasafn
  • Krækjur

Námsefnið er byggt þannig upp að hægt er að fjalla um kafla þess í hvaða röð sem er, áhugi og forvitni nemenda og kennara eiga að stjórna ferðinni. Í þessum leiðbeiningum er notast við sömu kaflaröðun og fram kemur hér fyrir ofan.

Þegar undirbúningi og upplýsingaöflun er lokið er mælt með því að sett sé fram vinnuáætlun fyrir einstaka nemendur/nemendahópa.

Sjálfsagt er að nota einnig ýmsar aðrar heimildir, bækur, kvikmyndir, sjónvarpsútsendingar, dagblöð, vefslóðir o.fl. Einnig er bent á heimasíðu JyllandsPosten en þar má finna krækju til leiðangursins JP-Explorer


Sögur
Sögurnar veita nemendum innsýn í efnið. Þær geta lagt grunn að samræðum nemenda, t.d. í því augnamiði að draga fram þá þætti sem vekja athygli þeirra og áhuga.

Einnig geta sögurnar komið að gagni til að vekja umræður nemenda um reynslu sína og viðhorf til efnisins. Sögurnar geta hjálpað nemendum að lifa sig inn í þær aðstæður sem lýst er.

Upplýsingar
Í þessum kafla eru ýmsar upplýsingar um efnið. Nemendur geta sótt sér upplýsingar um efnið og leitað útskýringa á ýmsum atriðum á meðan á vinnuferlinu stendur.

Upplýsingarnar geta líka lagt grunn að rannsóknarvinnu þar sem nemendur kynna sér ýmsar staðreyndir um efnið áður en þeir velja viðfangsefni og verklag.

Verkefni
Í kaflanum Verkefni eru nokkrar beinar tillögur að verkefnum fyrir nemendur.

Sum verkefnanna geta einstakir nemendur unnið sjálfstætt en önnur gera ráð fyrir hópvinnu. Ef hópvinnuformið er valið gefst nemendum góður kostur á að ræða efnið og meta vinnu sína, en það er mikilvægur liður í námsferlinu.


Úrvinnsla
Í þessum kafla er sett fram tillaga um ákveðið kennsluferli sem byggist á sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur haldi dagbók/leiðarbók á meðan á verkefninu stendur. Tilgangur þessa skipulags er að nemendur verði virkir þátttakendur í ákvarðanatöku og hafi þannig áhrif á vinnuferlið. Nemendur eiga m.a. að ákveða hvaða vinnubrögðum þeir ætla að beita og hvaða árangri þeir ætla að ná.

Myndasafn
Í myndasafninu eru myndir frá Mið-Austurlöndum og Egyptalandi. Nemendur geta notað myndasafnið til myndgreiningar, sem kveikju að hugmyndum eða við úrvinnslu verkefna sinna.

Krækjur
Í kaflanum er vísað á ýmsar krækjur sem koma að góðu gagni í tengslum við efnið.

www.VerdenRundt.dk Copyright © 1999 by www.skolemedia.dk