Tillaga að kennslu:
Leitaraðferð
Hér er sýnt dæmi um skipulag verkefna sem nota má í kennslunni um námsefnið
Islam. Nemendur geta sjálfir ákveðið í hvaða röð þeir taka efnisþættina
fyrir.
Verkefninu má að hlaða inn í tölvuna með því að smella hér
_Verkefni
Islam.LMD, eða með
því að afrita textann inn í ritvinnslu.
Hópvinnuverkefni fyrir 7.10. bekk.
[Heiti]
1. Hvaða efnisþátt ætlið þið að vinna með?
2. Af hverju?
3. Hvað á verkefnið að heita?
[Vitneskja]
Komist að því hvað þið vitið um efnið nú þegar.
1. Ræðið hvað þið vitið nú þegar um efnið og skráið
hjá ykkur minnisatriði sem lýsa vitneskju ykkar.
2. Reynið að átta ykkur á hvar ykkur skortir þekkingu á efninu og skráið
hjá ykkur minnisatriði um hvað það er sem þið óskið frekari upplýsinga
um og af hverju.
[Markmið]
Skráið svör ykkar við þessum spurningum:
1. Hvað viljið þið vita meira um hvað viljið þið læra?
2. Hvaða verkfæri ætlið þið að nota?
3. Hvernig ætlið þið að vinna verkefnið og hvaða vinnubrögð þurfið
þið að læra?
4. Hvað ætlið þið að gera? Hvernig á verkefnið að líta út
þegar þið hafið lokið því?
[Verkfæri]
1. Hvað þurfið þið/langar ykkur að nota við úrvinnslu verkefnisins?
2. Hafið þið undir höndum þau verkfæri sem þið viljið nota?
3. Kunnið þið að nota verkfærin eða þurfið þið að læra
það fyrst?
ÁBENDING!
Hér er hægt að skrá hjá sér nytsamar upplýsingar svo sem bókartitla,
vefslóðir eða aðrar heimildir sem þið ætlið að nota.
[Aðferð]
1. Hvernig ætlið þið að vinna?
2. Þarf að ákveða eitthvað fyrirfram eða semja um einhver atriði?
3. Ætlið þið að vinna ein eða með öðrum?
[Verkefni]
Hvað ætlið þið að gera?
Ákveðið hvað þið ætlið að gera og lýsið því
með því að skrá aðalatriðin.
Munið að skrá líka hjá ykkur hvernig þið hyggist kynna verkefnið ykkar
og hverjum þið ætlið að kynna það!
[Verkáætlun]
Gerið áætlun fyrir verkið áður en þið hefjist handa.
Í áætluninni þarf að koma fram:
Lýsing á því sem á að gera.
Hver á að gera hvað.
Hvenær á að vinna. Það þarf sem sagt að búa til tímaáætlun.
Skrá yfir atriði sem ákveða þarf í samvinnu við aðra eða semja
um við aðra.
[Dagbók]
Skráið hjá ykkur upplýsingar um daglega framvindu:
Hvernig skipuleggið þið verkefnið?
Hver gerir hvað?
Stenst áætlunin eða þarf að leiðrétta hana?
Hvernig veljið þið efni í verkefnið ykkar?
Hvernig vinnið þið úr efninu og mótið það?
Standast markmiðin sem þið hafið sett? Skráið hjá ykkur hvort svo er/er ekki.
Er hópurinn sammála um allt? Ef ekki hver er þá ágreiningurinn?
[Kynning]
Þið eigið að kynna verkefnið ykkar fyrir öðrum þegar því er lokið.
Hverjum ætlið þið að kynna það?
Þið þurfið líka að sjá til þess að eftir kynninguna verði umræður
um verkefnið ykkar.
Gætið þess að skrá hjá ykkur helstu spurningar sem fram koma í umræðunum.
[Mat]
Nú eigið þið að bera árangurinn saman við markmiðin sem þið settuð
ykkur í upphafi og áætlunina sem þið gerðuð.
Þið getið rætt eftirfarandi atriði og skráð hjá ykkur svör við
spurningunum.
1. Hvað hafið þið lært?
2. Hvað var erfitt?
3. Hvað var auðvelt?
4. Þótti ykkur gaman að fást við verkefnið?
5. Hvað hefði getað verið betra eða öðruvísi?
6. Náðuð þið markmiðum ykkar eða þurftuð þið að breyta
þeim meðan á verkefninu stóð?
7. Hvernig gekk samvinnan hjá ykkur?
Og að lokum:
Hvað langar ykkur nú að taka ykkur fyrir hendur ...? |
Um verkefnin
Hvert verkefni er ákveðið kennsluferli fyrir einn nemanda eða nemendahóp.
Hvert verkefni skiptist í nokkra kafla með leiðbeiningum og skýringum fyrir nemendurna.
Kennarar og einkum nemendur nota verkefnin sem verkfæri til að skipuleggja starfið, framkvæma
verkið og meta kennsluna.
Verkefnin má nota á eftirfarandi vegu:
1. Hægt er að prenta verkefnið sem nemendur nota síðan sem leiðbeiningar.
2. Hægt er að afrita verkefnið inn í ritvinnslu og nota það þannig sem leiðbeiningar.
Þá geta nemendur jafnharðan skráð hugmyndir sínar og ákvarðanir inn
í skjalið. Þannig verður verkefnið að heimild um verk nemendanna, nokkurs konar leiðarbók. |