Umhverfis jörðina
JP-Explorer
Myndasafn
Krækjur
Leiðbeiningar

Islam - forsíða
Islam
Verkefni

Menningarheimar mætast
Skrifaðu ritgerð þar sem þú gerir grein fyrir aðstæðum þar sem hinn kristni menningarheimur og menningarheimur islam mætast. Það getur hvort sem er verið í kristnu landi eða landi múslima.


Sálmasöngur, kristinn sálmur og súfa-ljóð
Maðurinn nálgast guðdóminn í kristnum sálmasöng og súfa-ljóðum múslima. Lestu súfa-ljóðin og berðu efni þeirra og form saman við kristna sálma, t.d. sám Helga Hálfdanarsonar; Kom, minn Jesú.


Tvær kynslóðir bera vitni
Oft kemur í ljós að kynslóð foreldra annars vegar og barna hins vegar hafa mismunandi viðhorf. Þetta kemur fram í kristnum fjölskyldum, meðal múslima og fólks af öðrum trúarbrögðum.
Láttu fyrst ungmenni og síðan foreldri bera vitni. Þú skalt bera fram spurningar um það hversu langt má víkja frá væntingum og kröfum foreldranna til unga fólksins.

Spurningarnar geta fjallað um samband kynjanna, menntun, hjónaband, útlit o.fl. Þú þarft að undirbúa spurningar vandlega með því að lesa þér til í námsefninu eða annars staðar.


Rammafrásögn
Frásagnir
Þúsund og einnar nætur eru tengdar innan ramma sem gerir þær kröfur einar til efnisins að sögurnar séu skemmtilegar og áhugaverðar. Ef þær væru það ekki hefði súltaninn drepið Sheherazade.

Skrifaðu rammafrásögn sem gefur tilefni til samskonar fjölbreytni. Þú getur líka skrifað rammafrásögn þar sem sögurnar eru um

  • sorg
  • ást
  • ferðalög
  • stríð
  • að fullorðnast
  • réttlæti
  • töfra
  • sjálfvalið efni

Þú skalt ákveða hvort rammafrásögnin þín gerist á Íslandi eða í Persíu. Eiga sögurnar að gerast í fortíðinni, nú á tímum eða í framtíðinni?


Raunveruleikinn verður að ævintýri
Í ýmsum greinum og frásögnum lýsa ungir múslimar lífi sínu og framtíðardraumum.

Nú skalt þú nota hið sígilda töfrabragð að kalla fram andann í lampanum, eða aðra töfra úr heimi Þúsund og einnar nætur og láta draumana verða að veruleika.

Skrifaðu nú ævintýri einnar nætur til viðbótar. Það getur gerst í pílagrímsferð, rétt áður en súltaninn fangar kærustuna þína og flytur hana í kvennabúr sitt, rétt áður en fjölskyldan hegnir stúlkunni sem ekki vill hylja andlit sitt eða rétt áður en eitthver önnur ógn snýr gæfunni gegn þér.


Evrópsk ævintýri og arabísk
Ævintýrahefðin er ekki eins í löndum Evrópu og í Arabíu, en ýmislegt er þó líkt með frásögnum frá þessum ólíku landsvæðum.
Endurskrifaðu eitthvert ævintýranna í
Þúsund og einni nótt þannig að það falli að evrópskri frásagnarhefð. Hugsaðu um ævintýrin um Hans og Grétu, Mjallhvíti, Rauðhettu o.s.frv.

Eða finndu þér íslenskt ævintýri eða ævintýri frá Evrópu og gefðu því persneskt yfirbragð þannig að það gæti verið ævintýri númer 1002.


Eftir hryðjuverkin í Luxor – hlutverkaleikur
Egypskir bókstafstrúarmenn unnu hryðjuverk á þýskum ferðamönnum í Lúxor árið 1997.

Kynnið ykkur efnið undir fyrirsögninni Sögur á forsíðunni.

Nú getið þið farið í hlutverkaleik þar sem bókstafstrúarmennirnir eru dregnir fyrir rétt.

Verjandi og ákærandi kalla vitni í réttinn. Markmiðið er ekki að ákveða sekt sakborninga því þeir hafa viðurkennt hryðjuverkin. Markmið verjandans er að réttlæta hið heilaga stríð sem skjólstæðingar hans heyja.


Lífsviðhorf múslima, kristinna manna og fólks af öðrum trúarbrögðum
Kynntu þér helstu þætti islam og skráðu hjá þér hvað þér er andstætt og hvar munurinn á þínum lífsviðhorfum og viðhorfum múslima er óverulegur.

Nú skaltu undirbúa munnlega frásögn þar sem þú gerir grein fyrir því hvernig fólk af ólíkum trúarbrögðum getur að þínu mati lifað í sátt og samlyndi.
Þú getur ef til vill fengið bekkjarfélaga þína til að leggja orð í belg og lýsa mismunandi viðhorfum. Finndu einhvern í bekknum til að stjórna umræðunum.

Leitaðu upplýsinga með því að skoða krækjur, fletta upp í kaflanum Upplýsingar eða í bókum á skólasafninu.


Réttlæti
Í ævintýrunum sem fylgja þessu námsefni er mikið fjallað um réttláta dóma og það, hvernig vilji Allah leiðir allt til besta vegar og er mönnum til fyrirmyndar.

Hetjurnar eru heiðarlegar og nægjusamar, illmennin vond og andstyggileg.
Lestu öll ævintýrin og finndu í þeim dæmi um hvernig hefðir múslima og lífsskoðun er réttlætt.

Ræðið saman um skilning ykkar á því hvað rétt er og eðlilegt að leyft sé í samfélaginu.

www.VerdenRundt.dk Copyright © 1999 by www.skolemedia.dk